Ungt fólk og glóandi hendur

Hér er frábært afrek frá ungu fólki. Þið hafið örugglega öll gaman af að sjá þetta myndband. Rosalega flott og fallegt hjá krökkunum. Maður er algerlega hugnumin af handdansinum. Mikil æfing og samstaða sem hefur farið í þetta.  Þau kalla sig CTJF Mime Ministry. Stórfínt hjá þeim.


Magnaður

'Eg var á ferðalagi um Colorado árið 1974 og var svo heppin að komast á minnisstæða Clapton tónleika sem hann hélt í Denver. Það voru jafnframt mínir fyrstu rokk tónleikar.
mbl.is Um 12.000 hlýða á Clapton
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Kínverjar og tákn númera

Skiljanlega mikið rætt um Kína þessa dagana. Dagsetning opnunnar hátíðar Olimpíu leikanna kl 8 þann 8-8-08 á að bera þeim  mikið lán þar sem 8 er heillatalan þeirra. Ástæðan  er að númerið 8, borið fram "ba" hljómar eins og orðið velmegun/lukka. Brúðhjón velja oft 8. dag hvers mánaðar því hann mun veita þeim lukku og auðsæld. Gert er ráð fyrir að um 16000 brúðapör láti pússa sig saman í dag.  Því fleiri sem átturnar eru í símanúmeri, heimilisfangi eða á bílnúmeri því betra.

Aftur á móti ber talan 4 mikla ólukku því fjórir skrifað "si" er borið fram eins og su sem getur þýtt dauði. Vegna hjátrúar eru Kínverskar byggingar  oft ekki með fjórðu hæð rétt eins og vestræn hótel eru oft ekki með 13. hæð skráða.  14 er enn verri tala því hún táknar skyndilegan dauða.  

Bandaríski sundkappinn Michael Phelps ætlar að reyna við átta gullverðlaun á þessum leikum. Hver veit nema þetta eigi eftir að veita honum lukku. Mark Spitz á heiðurinn af 7 gullum. 


gangandi hrísla

Þegar ég kom heim úr vinnunni í morgun sá ég göngustaf á bílskúrshurðinni.  Walking stick er meinlaust furðulegt skordýr sem líkist helst lítilli hríslu. Þeir eru oftast um 15sm langir en geta orðið mun lengri í hitabeltislöndunum. Ég fjarlægði hann af hurðinni og færði yfir í blómabeðið. Þið getið séð hversu vel hann fellur inn í umhverfið.

              100_0356       100_0360          Smellið á myndina til að stækka hana.


uppeldi

Hvað er með þessi börn? Þetta er sko ekki í fyrsta skipti sem unglingur gengur út og lætur ekkert vita af sér.  Erum við að kenna börnunum okkar að sýna tillitsleysi? Má ekki leiða lítil börn því það skerðir frelsi þeirra svo þau mega valsa um eins og þeim sýnist,  má ekki banna eða segja NEI við íslensk börn því það myndi auðvitað bæla þau niður. Reglur eru hollar fyrir börn en ekki ætlaðar til að hefta frelsi. Ég er svo orðlaus yfir svona hegðun og tillitsleysi gagnvart foreldrum eða forráðamönnum. Svo er það nú annað, 13 ára hefur ekkert við það að gera að vera uppdubbuð eins og 18 ára. Það liggur ekkert á að eldast. Börn eiga að vera börn. Nógur er tíminn.  
mbl.is Lýst eftir 13 ára stúlku
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Kanntu að brjóta saman bol?

Flott hjá þessum. Ég hef reyndar ekki komist upp á lag með þetta enn sem komið er. 

 


Hreysti

Væri lífið ekki betra ef við fengjum meir af svona fréttum heldur en endalausar fréttir um  barnsmíðar og volæði? Engin smá dugnaður í manninum að hjóla alla þessa vegalengd. Hann fær aldeilis mína virðingu.  Hver veit nema að  einhvern tímann verði lögð hjólabraut í kringum landið. Ég gæti rétt ímyndað mér að hún nyti vinsælda.


mbl.is Hjólaði frá Reykjavík til Bolungarvíkur á 3 dögum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Journey to the Center of the Earth

 Í gær Fórum við og sáum Journey to the Center of the Earth sem er byggð eftir samnefndri sögu Jules Verne og skemmtum okkur konunglega. Fyrir okkur sem búum erlendis gleypum við allt sem er íslenskt og gómsætt.  Myndin er sýnd í þrívídd (3D). Þetta er hin mesta ævintýramynd reyndar mörg mjög ótrúleg atriði, en þetta var virkilega góð skemmtun og gaman að sjá fallegt íslenskt andlit á breiða tjaldinu. Ég hefði viljað að Anita Briem hefði heilsað á íslensku í byrjun myndarinnar, það hefði verið eðlilegra, en oh well. Fyrri hluti myndarinnar er tekinn upp á Íslandi og ég vildi bara að sá hluti hefði enst lengur. Stórkostlegt að sjá náttúruna í þrívídd á breiða tjaldinu.  Mér fannst þetta hin besta fjölskyldu skemmtun.  Eins er myndin heilmikil auglýsing fyrir bæði Iceland Air og  66°Norður og hefðu þeir ekki getað gert betur sjálfir. Ég sé að Anita leikur Jane Seymour í "The Storyteller" og hlakka til að sjá myndina.  

Litlir bílar tiltölulega dýrari en miðlungs stærð

Ég var fegin að heyra að nú ætti að hætta framleiðslu Hummer bílanna enda er ég skíthrædd við þá út í umferðinni. Ég líki þessu flikki við skriðdreka sem kemur æðandi að þér.  Dóttur minni vantar bíl svo ég fór með henni fyrr í vikunni til að skoða notaða Honda Civic bíla. Notaðir litlir bílar hafa hækkað verulega í verði vegna mikillar eftirspurnar og seljast eins og heitar lummur sem mér finnst mjög ósanngjarnt að bílasalar skuli notfæra sér þetta háa bensínverð með því að hækka verðið á smá bílunum.  Bílasölur eiga erfitt með að losað sig við þessa stóru jeppa (SUV) og pallbíla sem voru svo vinsælir áður fyrr og vildu eigendur þessara stóru bíla nota þá sem stöðutákn.  Ef börnin mín þyrftu ekki að ferðast um á hraðbrautum myndi ég kaupa Smart smábíla handa þeim, en  ég þori því ekki vegna þessara risa trukka sem bruna um amerískar þjóðvegi og hraðbrautir eins og þeir séu á sterum
mbl.is Enn dregur úr jeppasölu vestanhafs
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Sokkar ganga lausir

Er einhver fótur fyrir því að sokkar gangi um án fóta, þe. án þess að það sé fótur til staðar til að halda þeim uppi? Woundering  Hvernig stendur á því að sokkar verða svona oft viðskila sérstaklega eftir þvott? Af hverju týnast nærbuxur ekki eða aðrir smáir hlutir? Mér þykir þetta mjög svo undarlegt. Það kemur fyrir að  þessir "týndu" sokkar hafi falið sig innan um rykhnoðrana á bakvið rúmin en svo liggur þvottavélin undir stór grun um að éta sokka. Þegar sokkur týnist reyni ég að geyma hin sokkinn á móti í kassa þar til bróðir kemur í leitirnar.  Fyrr í vikunni var ég að taka til í þessum sokka kassa mínum og tók hvorki meira né minna en 20 sokka og sendi í endurvinslu og enn á ég ca 15 staka sokka eftir sem ég fæ mig ekki til að henda straks.

Meira um Randy Pausch

Fyrir ykkur sem eruð í Bandaríkjunum langar til að benda á Diane Sawyer Primtime Special sem verður sýnt kl 10 ET og verður þátturinn helgaður lífi og starfi Randy Pausch sem ég hef skrifað áður um hér á síðunni minni. Randy var tölvuprófessor í Carnegie Mellon Háskólanum og lést sl. föstudag úr krabbameini í brisi. Diane Sawyer gerði viðtal við Randy og Jai konu hans fyrr á árinu sem þið getið nálgast með því að fara inn á  http://abcnews.go.com/GMA/LastLecture/  eða www.abcnews.com/lastlecture 

Randy Pausch varð heimsfrægur fyrir fyrirlestur sinn "Last Lecture" og bók sem ber sama titil.  Randy hefur snert líf svo margra og ekki hægt annað en að dáðst af honum. Það er svo margt hægt að læra af honum. 'Eg ætla ekki að segja meira en ég vona að þið horfið á þáttinn í kvöld og viðtalið sem Diane hafði við hann hér að ofan.

 


BILUN

Gærdagurinn var skelfilegur. Datt ekki í hug að ég væri orðin svona háð blogginu og orðin að blogg fíkli. Frown  Ég saup hveljur í hvert skipti sem ég reyndi að opna bloggið og ekkert skeði. Skildi allt vera týnt? Nei þeir lofuðu að svo væri ekki. En það var svo margt sem mig langaði til að tjá mig um og nú var ég sama sem með báðar hendur bundnar fyrir aftan bak.

Mikil hamingja greip mig þegar ég sá að bloggið ætlaði að opnast í morgun og þegar það loks opnaðist sá ég hreinlega RAUTT. Já vefsíðan mín var alltaf bláleit, held það sé vetrarþema, en nú er síðan mín rauð og öllu hefur verið snúið við. Þori varla að snerta á þessu á meðan á þessari bilun stendur. Þeir hljóta að klára sig á þessu. Þetta eru jú Mogga menn. Wink Eins og ég hef áður sagt um farsímana, hvernig fórum við að áðurfyrr? Við erum orðnir þrælar tækninnar.  


harður dómur

Sá þessa frétt á CNN í gær og ofbauð hversu þungur yfirvofandi fangelsisdómur var, ef hann fær fangelsis dóm fyrir atvikið. Auðvitað átti hann ekki að gera það sem hann gerði en byssuhald er leift í Bandaríkjunum og maðurinn var víst drukkinn þegar þetta átti sér stað og þá er voðinn vís. Honum á eftir að bregða þegar hann vaknar upp úr vímunni og 6-8 ára fangelsisvist blasir við honum. 'Eg veit um einn sem fékk 20 ár í fangelsi fyrir að slá og ræna mann í Virginíu. Manni finnst þetta rosalega harðir dómar og eins og í síðara tilfellinu að taka 1/4 af lífi mannsins frá honum. En mér finst líka sorglegt hvað menn komast upp með heima á Íslandi og fá lítinn sem engan dóm.   
mbl.is Skaut óþæga garðsláttuvél
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Randy Pausch, 23 október 1960 - 25 júlí 2008

 

cross2 

Randy Pausch

23 október 1960 - 25 júlí 2008

Pausch  

Mér var brugðið þegar ég las að Randy Pausch hafði dáið fyrr í dag. Þessi frétt kom samt engum á óvart sem til hans þekktu því Randy hafði barist hetjulega við krabbamein í brisi. Randy var prófessor í tölvu vísindum við Carnegie Mellon Háskólann í Pittsburg.  Hann kallaði sig tölvu nörd. Í september í fyrra  var honum boðið að gefa fyrirlestur “síðustu ræðuna” sem hann gerði og var skyndilega komin inn á svo til hvert heimili, þökk sé You Tube. Fyrirlesturinn gaf hann nafnið “Really Achieving Your Childhood Dreames” og tileinkaði hana börnunum sínum þrem. Hann gerði sér fulla grein fyrir að hann átti ekki langt eftir og vissa að það yrði erfitt fyrir börnin hans að muna eftir honum þar sem þau eru svo ung. Hann vildi skilja einhvað eftir handa börnunum sínum sem þau mættu læra af og muna eftir pabba sínum. Hann hefur sagt að það erfiðasta sem hann barðist við var hugsunin um að börnin hans yrðu föðurlaus. Randy sagðist ekki kunna að njóta ekki lífsins og ætlaði sér að gera það til hinsta dags. Hann sagði það ekki skipta eins miklu máli hversu marga daga við ættum á þessu jarðríki, heldur hvernig við verjum þeim.  Hann skrifaði einnig bók sem heitir “The Last Lecture” og fór straks á metsölulistann. Randy sagði að múrveggir væru til staðar til að sýna okkur hversu mikið okkur langar í einhvað og hinum sem langar ekki nóg til að komast yfir. Mig langar til að benda öllum á að hlusta á “The Last Lecture”

 

Ekki eru allar nýjungar til hagnaðar

Ég er fljót að viðurkenna að við erum frekar seintæk hérna á heimilinu gagnvart nýjungum sem er nú svolítið fyndið því starf mannsins míns er fólgið í því að stuðla að rannsóknum sem síðan hafa leitt af sér margar nýjungar í heimi tækni og vísinda.

Ég get bent á að allir voru löngu komnir með örbylgju ofna áður en ég fékk mér einn slíkan. Eins og að Amerískri venju er hann risastór með innbyggðri viftu og þetta flikki hangir yfir eldunarplötunni. Til hvers nota ég hann? 'Eg er að gera mér grein fyrir að fyrir utan það að afþýða þunna pakka af frosnu kjöti, nota ég hann mest til að hita upp kaffibollan minn og það stærsta sem  í hann fer er poppkornspoki.  Ég hef aldrei nokkurn tímann eldað í honum. Get ég verið án hans? HIKLAUST

Börnin mín voru búin að kvarta mikið og kveina yfir því að allir vinirnir væru með farsíma og hvað við værum miklir eftirbátar í öllu. Ég hafði áhyggjur af áhrifum farsíma á börn og hef lesið margar greinar um það efni með misjöfnum útkomum. Fyrir rúmu ári   lét ég svo loks til leiðast og fékk síma handa öllum í fjölskyldunni. Símarnir eru mikið öryggi fyrir börnin og gott að maðurinn minn getur nú hringt heim og sagt mér að hann sitji fastur í umferð.  Áður fyrr var maturinn oft orðin að óþekkjanlegum uppþornuðum klumpi á pönnunni þegar hann loksins kom heim. Fyrr í vikunni sendi University of Pitsburg Cancer Institute frá sér viðvörun um notkun á farsímum og áhrif þeirra á börn og varaði við að börn ættu að nota þá sem minnst og helst aðeins í neyðartilfellum. Við erum orðin svo háð farsímum. Hvernig komumst við af án þeirra fyrir þeirra tíð? Fólk gengur um masandi, ekur um masandi og meir að segja hefð ég séð fólk masandi á hlaupabrettum. Hvað hefur fólk svona mikið að segja allt í einu? Errm

Svo ég hlaupi aftur í eldhúsið þá hefur það lengi setið á hakanum en loksins lét ég verða af því að endurnýja borðplötuna og fékk mér granít plötu sem ég hef lengi haft augastað á. Ég vissi að granít getur gefið af sér "Radon" en sölumaðurinn taldi mér trú um að það magn væri hverfandi lítið. Borðplatan er auðvitað rosalega falleg en  það er svo til öruggt að það sem dettur á plötuna fer í þúsund mola. Skítt með brotin glös, platan er augnayndi. Mér til mikillar hrellingar heyrði ég  í fréttunum í dag að verið var að tengja granít eldhúsplötur við lungnakrabba og var átt sérstaklega við granít frá Brasilíu þar sem radon tíðnin væri mjög há í þeim. Sennilega bara best að flytja inn í torfbæ. Nei annars, reykurinn úr eldstæðinu myndi sennilega drepa mann. Frown


Óprúttinn svikahrappur

Dýrin okkar verða oft sem fjölskyldumeðlimir hvort sem á um hesta, hunda, ketti eða önnur dýr. Þau verða háð okkur og við þeim og oft myndast mikið og einlægt samband á milli dýranna og okkar. Sæunn lánaði hestinn sinn í þeirri trú að fá hann aftur að ferð lokinni. Ósvífnin hjá þessum manni er svo gróf að ekki aðeins rænir hann hestinum frá henni, heldur villir hann fyrir með því að örmerkja hestinn, rangætta hann og breyta nafni hans til að villa fyrir þannig að erfiðara verði að finna hann. Ég kalla það lítinn dóm að hún hafi fengið einhverja peninga fyrir hestinn. Maðurinn gengur eflaust frjáls ferða sinna og getur endurtekið þetta aftur og aftur því ekki geta dýrin tjáð sig. Hvað er með þetta dómkerfi? Þessi "dómur" er lítið meiri en að skvett hafi verið vatni á manninn. Mætti gjarnan birta nafn mannsins til að aðrir geti varað sig á honum.  


mbl.is Týndur hestur fannst í Þýskalandi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Fótasnyrtidömur með sporð og ugga

Það sem fólk finnur upp á er oft æði skrýtið.  John Ho eigandi Yvonne Hair and Nail Salon í  Alexandríu (rétt fyrir utan Washington D.C.) býður viðskipta vinum sínum upp á þetta nýstárlega fótabað og fótasnyrtingu. Viðkomandi setur fæturnar ofan í tank fylltan af littlum vatna Körfum (Garra Rufa Carp). Karfinn er tannlaus og japlar á dauðu og hörðu skinni  sem hefur safnast á fótum viðkomanda. Sick  $35 fyrir 15 mín, $50 fyrir 30 mín. Hrikalega hlýtur þetta að kítla. Því ekki að fá sér svona fiska og hafa í fiskabúri?

abc_dr_fish_080722_sshSmellið á myndina til að stækka hana.


Barbie og Ken við vinnu

Þetta gengur út í algera öfga, við erum jú MANNeskjur. kvennrembur  jafnt sem karlrembur  kvartandi yfir öllu.  
mbl.is Menn að störfum en líka konur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ferguson er bestur

Verð að viðurkenna að ég á eftir að sakna djókanna hjá honum Leno ef hann ætlar að fara að hætta. Reynar margt sem ég hef gaman af hjá honum eins og td. Headlines, Jay Walking og littla gítarleikaranum hans. Letterman er ok og ég hef gaman af  "Presidential moments" sem aðallega sýnir kjánann hann Bush og hvað hann kemst oft illa að orði eða einfaldlega stendur fyrir framan alþjóð orðalaus. Lítið hrifin af Conan O'Brien.

 Craig Ferguson er ólíkur öllum hinum og segist ekki nota mónólog og flest er óæft. Hann getur verið ótrúlega fyndinn og skoski hreimurinn hans gerir hann enn spaugilegri. Það er ekki bara hvað hann segir heldur allur líkamsburður sem gerir hann svo ómótstæðilegan. Heimilið hans hlýtur að vera ein spaugstofa og allir rúllandi um á gólfinu. Grin


mbl.is Jay Leno kveður í maí
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Um bloggið

Hitt og þetta

Höfundur

Erna Hákonardóttir Pomrenke
Erna Hákonardóttir Pomrenke

Þögull heili er byrjunin á dauðanum

ernahp@gmail.com

Nýjustu myndir

  • 100_1104
  • 100_1079
  • article-1109082-02FD57B3000005DC-983 468x310 popup
  • rauðkál, kartöflur og baunir átti eftir að láta sjá sig
  • 100_0952
  • Ekki má gleyma piparkökunum
  • 100 0951
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 6
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 5
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband